Adept pakkastjóri
Prev
Next

Adept pakkastjóri

Adept er myndræn framhlið APT pakkastjórnunarkerfisins fyrir K skjáborðsumhverfið (KDE). Adept býður upp á viðmót sem er einfalt í notkun þar sem notendur geta framkvæmt hugbúnaðarstjórnunaraðgerðir.

Ræsing Adept

Úr Kvalmyndinni

Farðu í KValmyndKerfiAdept stjóri - Stjórna pökkum. Þegar beðið er um lykilorð, sláðu lykilorðið þitt inn og ýttu á Í lagi.

Í skipanaham

Í skipanaham sláðu inn kdesu adept_manager og ýttu á Enter. Þegar beðið er um lykilorð, sláðu lykilorðið þitt inn og ýttu á Í lagi.

Báðar aðgerðir þarfnast þess að þú sláir inn lykilorðið þitt. Þetta keyrir Adept með rótarréttindum sem eru nauðsynleg til þess að geta framkvæmt aðgerðirnar. Það er þar með ráðlagt að þú notir Adept með varúð þar sem að vitlaus notkun gæti valdið fjarlægingu, eyðingu eða eyðleggingu á hugbúnaðarpökkum sem eru nauðsynlegir til þess að viðhalda heilindum kerfisins.

Procedure 1. Uppsetning forrits með Adept sýslaranum

  1. Í Adept sýslaranum notfærðu þér Leitartextasviðið undir tólslánni með því að slá inn því sem þú ert að leita að.

  2. Þegar þú hefur fundið forritið sem þú vilt setja upp, veldu pakkann og ýttu á Biðja um uppsetningu takkann. Þú getur líka hægrismellt á pakkann og valið Biðja um uppsetningu úr valmyndinni.

  3. Þegar þú hefur valið forritið/forritin sem þú vilt setja upp, ýttu þá á Beyta breytingum takkann á tólslánni.

  4. Eftir að uppsetningu er lokið, lokaðu þá Adept sýslaranum.

Prev
Next
Home