APT (sem stendur fyrir Advanced Packaging Tool) er kröftugt pakkastjórnunarkerfi sem myndrænu forritin Bæta við/Fjarlægja forrit og Adept eru byggð á. APT meðhöndlar sjálfkrafa hæði og útfærir aðrar aðgerðir á kerfispökkum til þess að leyfa uppsetningu á pökkum sem óskað er eftir.
Keyrsla APT krefst stjórnunarréttinda.
Nokkrar algengar skipanir sem eru notaðar með APT:
Uppsetning pakka:
sudo apt-get install pakkanafn
Fjarlæging pakka:
sudo apt-get remove pakkanafn
Leit að pökkum:
apt-cache search leitarorð
Sækja nýjan lista af tiltækum pökkum:
sudo apt-get update
Stigbæta kerfið með tiltækum uppfærslum:
sudo apt-get dist-upgrade
Sýna meiri skipanir og valkosti:
apt-get help
Til þess að fá meiri upplýsingar um notkun APT getur þú lesið ítarlegu Debian APT Notendaleiðbeiningarnar.