Inngangur
Prev
Next

Inngangur

Það eru nokkrar leiðir til þess að sjá um forritin þín í Kubuntu. Til þess að bæta við eða fjarlægja forrit verður þú að nota pakkastjóra. Eftirfarandi pakkastjórar eru útskýrðir í þessum kafla:

Myndrænir biðlar

Bæta við/Fjarlægja forrit

(KValmyndBæta við/Fjarlægja forrit) - Auðveldasta leiðin til að bæta við eða fjarlægja forrit.

Adept

(KValmyndKerfiAdept stjóri - Stýra pökkum) - Myndrænt forrit sem býður upp á ítarlega leið til að sjá um forrit.

Skipanahamsverkfæri

apt

(Advanced Package Tool) er stjórnunarkerfi fyrir hugbúnaðarpakka.

Aptitude

Yfirgripsmikið textaviðmót fyrir apt.

Þú gætir einnig viljað auka fjöldann af forritum sem eru tiltæk til að setja upp í gegnum pakkastjórann þinn. Það eru ekki öll forrit sem eru til fyrir Kubuntu sjálfgefið sett upp.

Að lokum útskýrir þessi kafli hvernig þú átt að uppfæra kerfið þitt.

Note

Þú getur aðeins haft eitt pakkastjórnunarforrit í gangi í einu. Til dæmis, ef þú ert að keyra Bæta við/Fjarlægja forrit og reynir að keyra Adept mun það mistakast og birta villu. Lokaðu forritinu sem er í gangi áður en þú endurkeyrir það nýja.

Prev
Next
Home