Það eru þúsundir forrita frjálslega tiltæk og ókeypis til þess að setja upp á Kubuntu. Þessi forrit eru geymd í hugbúnaðarsöfnum (útibúum) og eru gerð aðgengileg til uppsetningar yfir netið. Þetta gerir það auðvelt að setja upp ný forrit í Kubuntu auk þess að gera það einnig mjög öruggt, vegna þess að hvert eitt og einasta forrit sem þú setur upp er byggt sérstaklega fyrir Kubuntu og athugað áður en það er sett upp. Til þess að skipuleggja hugbúnaðinn eru Kubuntu útibúin flokkuð í fjóra hópa:
Stofn
Hömlun
Alheimur
Fjölheimur
Rökin sem eru notuð til þess að ákveða hvaða hugbúnaður fer í hvaða flokk eru byggð á tveimur þáttum:
Stig stuðnings sem hugbúnaðarþróunarteymi veita varðandi forritið
Stig samhæfni sem forritið hefur við hugmyndafræði frjáls hugbúnaðar
Þú getur fundið meiri upplýsingar um útibúin á Ubuntu vefsíðunni.
Staðlaði Kubuntu uppsetningargeisladiskurinn inniheldur hugbúnað frá Stofns- og Hömlunarflokkunum. Um leið og kerfinu er gert viðvart um internetvænar staðsetningar fyrir útibúin verða mörg forrit gerð tiltæk til uppsetningar. Með því að nota pakkastjórnunartól fyrir hugbúnað sem eru uppsett á kerfinu þínu getur þú leitað að, sett upp og uppfært hvaða hugbúnað sem er beint yfir internetið án þess að þurfa geisladiskinn.
Gera aukaleg útibú virk:
Ræstu Adept með því að velja → → .
Veldu → í Adept pakkastjóraglugganum.
Til þess að bæta við aukaútibúi, sláðu þá inn útibúsupplýsingarnar í Nýtt útibú: textareitinn, sem svipar til
deb http://utibus_stadsetning feisty main
og ýttu á
hnappinn. Til þess að klára viðbæturnar ýttu á hnappinn og svo hnappinn.Til þess að fjarlægja útibú, veldu þá útibúið sem þú vilt fjarlægja og ýttu á
hnappinn. Þegar því er lokið haltu þá áfram og ýttu á hnappinn.