Það frábæra við KDE er möguleikinn á að sérsníða næstum því hvern einasta hlut í skjáborðsumhverfinu. Skjáborðsmynd, ásýnd, fang, litaval, ræsiskjái og þar fram eftir götunum, valmöguleikarnir fyrir sérsníðingu eru óendanlegir.
KDE-Look.org er a'alstaðurinn til þess að finna sérsniðnar stillingar fyrir KDE skjáborðið þitt. Sum af forritunum í KDE leyfa þér jafnvel að tengjast beint við KDE-Look og sækja nýja stillingu eða mynd.
Fyrir ítarlegri upplýsingar um suma valkosti sérsníðingarinnar sem eru tiltækir, vinsamlegast ráðfærðu þig við Sérsníðing og útlit kafla KDE notendaleiðbeininganna.